Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Jacques Kruyswijk (31/33)
Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.
Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.
Nú nýlega voru kynntir þeir sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi. Síðan voru þeir 3 kynntir sem deildu 9. sætinu, sem léku á 17 undir pari, hver en það voru þeir Josh Geary, frá Ástralíu; Mark Foster frá Englandi og Connor Syme frá Skotlandi. Síðast var sá kynntur sem var einn í 8. sætinu á samtals 18 undir pari, en það var Svíinn Kristoffer Broberg.
Sex „strákar“ deildu með sér 2. sætinu en það voru: Jacques Kruyswijk frá S-Afríku, Andrea Pavan, Ítalíu; Pontus Videgren, Svíþjóð; Anders Hansen og Jeff Winther,frá Danmörku og Charlie Ford, Englandi, en þeir léku allir á samtals 19 undir pari, hver.
Andrea Pavan, Anders Hansen, Charlie Ford og Jeff Winther hafa þegar verið kynntir og í dag er það Jacques Kruyswijk.
Jacques Kruyswijk fæddist 16. október 1992 og er því 25 ára. Hann býr í Pretoríu í S-Afríku.
Í S-Afríku er Kruyswijk í Centurion CC. Kruyswijk gerðist atvinnumaður í golfi 2013. Fyrir þann tíma átti Kruyswijk farsælan áhugamannsferil, þar sem hann vann m.a. Royal Silver Vase 2011.
Kruyswijk tók þátt úr úrtökumóti til þess að komast á Sólskinstúrinn s-afríska 2012 og komst í gegn og spilaði á þeim túr 2013-2017.
Fyrsti sigurinn kom 2016 þegar Kruswijk sigraði á Lion of Africa Cape Town Open
En nú er Kruyswijk sem sagt kominn með kortið sitt og full spilaréttindi á Evrópumótaröðinni, keppnistímabilið 2018.
Besti árangurinn það sem af er 2018 keppnistímabilsins er T-4 árangur á heimavelli á SA Open, sem er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins s-afríska.
Sem stendur er Kruyswijk í 299. sæti á heimslistanum.
Loks mætti geta að Kruyswijk er líkt og annar frægur landi hans (Gary Player) fanatískur líkamsræktarmaður og hefir fyrir utan golfið áuga á crossfit, að boxa, rugby, krikkett, fjallahjólum, stangveiði og MMA (stytting í ensku á Mixed Martial Arts, sem er ein tegund af boxi, þar sem einnig er leyft að sparka með fótum, bæði standandi og liggjandi á gólfi).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
