Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Felipe Aguilar (5/33)
Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.
Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.
9 kylfingar deildu með sér 25. sætinu í ár; léku allir hringina 6 á samtals 13 undir pari.
Í dag verður Felipe Aguilar kynntur en hann var einn af þeim 9 heppnu síðustu, sem hlutu kortið sitt en Jazz Janewattananond, Gavin Moynihan, Matthew Nixon og Cristofer Blomstrand hafa þegar verið kynntir.
Felipe Aguilar fæddist 7. nóvember 1974 í Valdivia, Chile og er því 43 ára.
Hann er 1,7 m á hæð og 72 kg.
Aguilar er kvæntur konu sinni, Loreto og á 3 börn: Martin (f. 1998); Amalíu (f. 2000) og Victoríu (f. 2004).
Aguilar var í bandaríska háskólagolfinu og lék með liði University of North Florida.
Í dag býr Felipe í Santiago, Chile.
Aguilar gerðist atvinnumaður í golfi 1999 og hefir sigrað í 8 atvinnumannamótum á stærri mótaröðunum:
Aguilar hefir sigrað tvívegis á Evróputúrnum:
1 17. feb 2008 Enjoy Jakarta Astro Indonesia Open1 −18 (65-62-67-68=262) átti 1 högg á Jeev Milkha Singh frá Indlandi
2 4. maí 2014 The Championship at Laguna National1 −22 (65-67-72-62=266) átti 1 högg á Anders Hansen frá Danmörku og, David Lipsky frá Bandaríkjunum.
Eins hefir Aguilar sigrað tvívegis á Áskorendamótaröð Evrópu:
1 26. ágúst 2007 Postbank Challenge –18 (66-66-69-65=266) sigraði eftir bráðabana við Andrew McArthur frá Skotlandi og Englendinginn Paul Waring
2 16. sept 2007 OKI Mahou Challenge de España –17 (71-63-70-67=271) sigraði eftir bráðabana við Tobias Dier frá Þýskalandi
Loks hefir Aguilar sigrað í 4 öðrum stórum mótum sem atvinnumaður í golfi:
2002 Chile Open
2003 Memorial Olivier Barras (Alps Tour)
2008 Chile Open
2016 Chile Open
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
