Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Connor Syme (23/33)
Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.
Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.
Nú nýlega voru kynntir þeir sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi.
Í dag verður hafist handa við að kynna þá 3 sem deildu 9. sætinu, en þeir léku allir á 17 undir pari; en þetta eru þeir Josh Geary, frá Ástralíu; Mark Foster frá Englandi og Connor Syme frá Skotlandi.
Connor Syme fæddist í Kirkaldy, Skotlandi 11. júlí 1995 og er því 22 ára. Hann veit það ekki en hann á sama afmælisdag og Ísak Jasonarson, GK (upp á ár) og Ella María Gunnarsdóttir, GL.
Meðal hápunkta Syme sem áhugamanns er að hann sigraði árið 2016 á Australian Amateur championship. Hann var líka í 1. sæti 2016 á Amateur Championship í Royal Porthcawl and Pyle and Kenfig Golf Club, þar sem hann átti skollalausan 2. hring upp á 68 högg. Syme var sá Skoti sem ávann liði sínu flest stig þegar Skotlandi varð titil sinn í European Team Championship. Hann var einnig í liði Skotlands í Eisenhower Trophy. Eins var hann í liði Breta&Íra í sigursælu liði sem tókst að vinna St Andrews Trophy.
Árið 2017 tók Syme m.a. þátt í Walkers Cup, en eftir það gerðist hann atvinnumaður í golfi. Þá var hann í 8. sæti á heimslista áhugamanna í golfi.
Heima í Skotlandi er Syme meðlimur í Drumoig Golf Centre í Fife. Þjálfari Syme er pabbi hans sem einnig spilaði á sokkabandsárum sínum með liðum Skotlands, Bretlands og Írlands.
Síðan Syme gerðist atvinnumaður á síðasta ári (2017) hefir hann skrifað upp á samning við umboðsskrifstofuna Modest Golf Management. Hann lék í sínu fyrsta móti sem atvinnumaður á Portugal Masters þar sem hann varð T-12. Allir hringir hans voru undir pari og hann var aðeins með 3 skolla í mótinu.
Degi fyrir 2. atvinnumót sitt, Alfred Dunhill Links Championship, gerði Syme samning við Adidas um að vera í golfskóm frá þeim.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
