Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2018 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Anders Hansen (28/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni.

Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt.

Nú nýlega voru kynntir þeir sem deildu 12. sætinu á samtals 16 undir pari en það voru: Pep Angles og Gonzalo Fernandez-Castaño frá Spáni og Laurie Canter frá Englandi. Síðan voru þeir 3 kynntir sem deildu 9. sætinu, sem léku á 17 undir pari, hver en það voru þeir Josh Geary, frá Ástralíu; Mark Foster frá Englandi og Connor Syme frá Skotlandi. Síðast var sá kynntur sem var einn í 8. sætinu á samtals 18 undir pari, en það var Svíinn Kristoffer Broberg.

Sex „strákar“ deildu með sér 2. sætinu en það voru: Jacques Kruyswijk frá S-Afríku, Andrea Pavan, Ítalíu; Pontus Videgren, Svíþjóð; Anders Hansen og Jeff Winther,frá Danmörku og Charlie Ford, Englandi, en þeir léku allir á samtals 19 undir pari, hver.

Andrea Pavan hefir þegar verið kynntur og í dag er það Anders Hansen.

Anders Hansen fæddist 16. september 1970 í Sønderborg, Danmörku og er því 47 ára.

Hann er 1,83 m á hæð og 77 kg.

Hansen var sá elsti sem komst gegnum Q-school Evróputúrsins að þessu sinni.

Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1995 þ.e. fyrir 23 árum síðan.

Það tók Hansen nokkur ár að festast í sessi á Evróputúrnum og hann komst ekki meðal 116 efstu fyrr en 1999 (þ.e. það eru þeir 116 og ofar sem sjálfkrafa halda kortinu sínu og spilaréttindum).

Fyrsta sigur sinn af 3 vann Hansen 2002 á Volvo PGA Championship og hann vr meðal efstu 60 eftir það á stigalistanum öll ár frá 2002 – 2012, besti árangurinn á því tímabili var 7. sætið 2011.

Hansen hefir komist meðal efstu 25 á heimslistanum og er þar með hæst rankaði danski kylfingurinn.

Hansen var fulltrúi Danmerkur í heimsbikarnum (ens. WGC-World Cup) árin 1999, 2002, 2003, 2004, 2005 og 2007.

Hansen átti 6 topp 10 árið 2006 þ.á.m náði hann 3. sætinu á Dubai Desert Classic og spilaði síðustu tvo dagana með þeim Tiger Woods og Retief Goosen, og eins varð hann í 2. sæti á Opna ítalska 2. árið í röð, það ár.

Hansen komst á PGA Tour keppnistímabilið 2007, en náði ekki að endurnýja spilaréttindi sín eftir tímabilið.

Annar sigur Hansen á Evróputúrnum kom 2007 þegar hann sigraði á BMW PGA Championship, sama mótinu og hann náði fyrsta sigri sínum á, 5 árum áður. Þriðji Evróputúrs sigur Hansen kom 2009 á Joburg Open, í S-Afríku. Hann náði frábærum lokahring upp á 66 högg og sigraði; átti  1 högg á Andrew McLardy. Mánuði síðar sigraði hann í 2. sinn á Sólskinstúrnum, þegar hann sigraði á Vodacom Championship and eftir þennan góða endi á árinu var hann efstur á stigalista Evrópumótaraðarinnar, Order of Merit árið 2009.

Hansen náði bestum árangri í heimsmóti í mars 2011, þegar hann varð T-3 á WGC-Cadillac Championship, 3 höggum á eftir sigurvegaranum Nick Watney. Sama ár (2011) náði hann líka besta árangri sínum í risamóti þegar hann varð í 3. sæti á PGA Championship.

Hansen settist í helgan stein 2015 (eftir 20 ára atvinnumennsku), en spilaði enn í nokkrum mótum 2016. Hann gat síðan ekki hætt og sneri aftur í Q-school og nældi sér aftur í kortið sitt fyrir 2018 keppnistímabilið!

Sem stendur er Hansen nr. 679 á heimslistanum.