Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2014 | 10:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Jason Scrivener (10/27)

Kylfingurinn Jason Scrivener varð i 18. sæti af þeim 27 sem hlutu fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni keppnistímabilið 2014-2015. á lokaúrtökumótinu í Girona, á Spáni, 20. nóvember s.l.

Jason er fæddur 18. apríl 1989 í Cape Town, Suður-Afríku og er því 25 ára.

Hann bjó fyrstu 5 ár sín í Suður-Afríku en fluttist síðan til Zimbabwe og síðan til Perth í Ástralíu.

Hann náði 18. kortinu á frábæran hátt þegar hann fór upp um 31 sæti á lokahringnum eftir að hafa spilað fyrri 9 lokahringsins á 5 undir pari og lauk síðan hringnum á samtals 6 undir pari.

Hann var annars í fínu formi þegar hann tók þátt í 2. stigi Q-school eftir að hafa verið meðal efstu 15 á  ISPS HANDA Perth International tveimur vikum áður.

Þjálfari hans og kennari frá unga aldri, Gary Colquhoun, var á pokanum hjá Scrivener bæði í Perth og í Catalunya.

Það var Jarred Moseley í Madurah Country Club, sem hvatti Scrivener að spila í Evrópu en Scrivener hefir spilað mikið á ástralska PGA.

Scrivener átti frábæran áhugamannaferil í heimalandi sínu en hann sigraði m.a. á  the Australian Junior Championship árið 2007, þannig að nafn hans var nefnt meðal frægari landa hans á borð við  Jason Day og Adam Scott .

Helstu áhugamál Scrivener utan golfsins er að vera á brimbrettum.