Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Cyril Bouniol (1/27)

Í gær lauk lokaúrtökumótinu á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni og voru alls 27 „nýir“ strákar sem fengu eða endurnýjuðu keppnisrétt sinn á Evrópumótaröðinni.

Sá lukkunar pamfíll sem krækti sér í 27. og síðasta kortið var Frakkinn Cyril Bouniol.

Cyril Bouniol er fæddur í Laloubère í Frakklandi 11. október 1987 og er því 27 ára.

Bouniol er elsti sonur Catherine Bouniol og Jean-Paul. Hann útskrifaðist úr menntaskólanum Lycée Jeanne D’Ane og var hluti af franska unglingalandsliðinu í golfi Hann var meðlimur í Golf de l’Hippodrome, eins og Thomas Fournier (atvinnumaður frá árinu 2005) og Victor Perez, sem stundaði nám í í Albuquerque.

Áhugamennskan
Bouniol lék í bandaríska háskólagolfinu árin 2008-2011 í Abilene Christian University (ACU) í Dallas, Texas. Árið 2010, var hann annar ASU leikmaður sem varð ríkismeistari (sá fyrsti var Jeev Milkha Singh). Þar á eftir fékk hann Arnold Palmer verðlaunin og hann var kjörinn leikmaður ársins.

Árið 2011 hlaut Bouniol, Byron Nelson Award. Hann var ellefti kylfingurinn til að hljóta þessi verðlaun, en þau voru stofnuð af Cleveland fyrir golfara,  sem eru íá lokaári sínu í námi að skara fram úr á golfvellinum, í námi.

Atvinnumennskan
Bouniol lék þar til í sumar (2014) á  kanadíska túrnum og á Adam Pro Tour í Bandaríkjunum og fór síðan aftur til Frakklands. Á lokaúrtökumótinu 2013 varð Bouniol 2 höggum frá því að fá kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár gekk allt upp og Bouniol rétt slapp inn á Evrópumótaröðina.

Sem stendur er Bouniol nr. 418 á heimslistanum.