Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2014 | 15:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Chris Paisley (6/27)

Það voru 27 „nýir“ strákar sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröðinni eftir lokaúrtökumótið í Girona, 20. nóvember s.l.

Sá sem varð í 22. sæti var enski kylfingurinn Chris Paisley.

Chris Paisley fæddist 28. mars 1986 í Stocksfield, Englandi og er því 28 ára.

Paisley var í bandaríska háskólagolfinu þar sem hann spilaði í 4 ár með skólaliði University of Tennessee og sigraði 2 mót.

Hann spilaði í St Andrews Trophy liðinu, árið 2008, Palmer Cup liðinu árið 2009 og erins í  the Walker Cup liðinu árið 2009.

Paisley gerðist atvinnumaður árið 2009.

Í ársbyrjun 2011 var Paisley farinn að spila á Áskorendamótaröð Evrópu

Paisley sigraði árið 2012 í English Challenge. Hann hefir líka sigrað tvívegis á Alps Tour árið 2011.