Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Andrea Pavan (5/27)
Sá sem varð í 23. sæti á lokaúrtökumótinu í Girona, Spáni 20. nóvember s.l. er Ítalinn Andrea Pavan.
Andrea Pavan fæddist 27. apríl 1989 í Róm, Ítalíu og er því 25 ára.
Pavan varð 16 ára, ítalskur meistari áhugamanna í höggleik 2005 og í framhaldi af því ákvað hann að taka þátt í bandaríska háskólagolfinu. Hann var í 4 ár við nám í Texas A&M og spilaði með háskólaliðinu, þ.á.m. vann hann einstaklingshluta móts árið 2010 og var hluti liðs sem sigraði árið 2009 NCAA Men’s Golf Championship.
Hann átti farsælan áhugamannaferil; vann fjölda móta á Ítalíu og varð m.a. í 2. sæti í hinu virta European Amateur.
Atvinnumennskan
Pavan gerðist atvinnumaður árið 2010. Honum tókst ekki að komast í gegnum lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröðina og PGA Tour og spilaði fyrst í boði styrktaraðila og á Áskorendamótaröðinni 2011. Það var 2. sætið á Kärnten Golf Open, þar sem hann var í forystu mestallt mótið, sem tryggði honum kortið á Áskorendamótaröðinni. Fyrsti sigur Pavan á Áskorendamótaröðinni kom snemma árs á Norwegian Challenge. Síðan vann Pavan aftur á Apulia San Domenica Challenge Tour Grand Final og tryggði hann þannig kortið sitt á Evrópumótaröðinni 2012.
Þar gekk ansi brösulega þannig að Pavan hefir þurft að taka þátt í lokaúrtökumótum Q-school Evrópumótaraðarinnar bæði 2012 og 2014. Árið 2012 komst Pavan ekki gegnum lokaúrtökumótið og varð að spila aftur á Áskorendamótaröðinni árið 2013. Honum gekk vel – hann sigraði þannig 7. júlí 2013 á Bad Griesbach Challenge Tour og 8. september 2013 á Open Blue Green Côtes d’Armor Bretagne og var aftur farinn að spila á Evrópumótaröðinni 2014. Aftur gekk ekki sem best og varð Pavan því aftur að fara í lokaúrtökumót Q-school, með þeim árangri eins og áður segir að hann varð í 23. sæti, þannig að hann spilar á Evrópumótaröðinni 2015!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
