Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Jack Doherty (3/27)
Jack Doherty er annar af tveimur Skotum, sem komust í gegnum lokaúrtökumótið í Girona á Spáni og hljóta þ.a.l. kortin sín á Evrópumótaröðina 2014. Báðir Skotarnir, Jack Doherty og Alastair Forsyth voru meðal þeirra síðustu til þess að komast þ.e. rétt smugu í gegn, voru í 22.-27. sæti, tveir af 6 strákum. Báðir voru þeir á 9 undir pari, 419 höggum og hlutu báðir € 1.937,- í verðlaunafé. Doherty spilaði hringina 6 á eftirfarandi máta: 68 70 66 71 73 71 – Forsyth hefir þegar verið kynntur. En hver er Doherty?
Jack Doherty er fæddur 28. apríl 1982 í Canberra á Ástralíu og er því 31 árs. Doherty gerðist atvinnumaður 2003 og er sem stendur nr. 1188 á heimslistanum. Hann er 1,88 m á hæð og 83 kg.
Frá því Doherty gerðist atvinnumaður hefir hann á hverju ári tekið þátt í Q-school Evrópumótaraðarinnar.
Doherty býr í Kilmarnock í Skotlandi og er þar í golfklúbb sem heitir Galies.
Meðal áhugamála Doherty fyrir utan golfið eru fótbolti, fjölskylda og vinir. Doherty er kvæntur konu sinni Jocelyn.
Doherty hefir aðallega spilað á Áskorendamótaröð Evrópu. Með því að SMELLA HÉR: má sjá ágætis viðtal við Doherty frá því fyrr á þessu ári, þar sem fræðast má margt um hann.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
