Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Fabrizio Zanotti (26/27)
Í dag verða kynntir efstu kylfingar þ.e. þeir sem urðu í verðlaunasætum þ.e. 1. og 2. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013 og lýkur þar með kynningum um „nýju stráka Evróputúrsins.“
Þetta voru hvorutveggja kylfingar, sem spilað hafa á Evróputúrnum, en gekk ekki nógu vel á keppnistímabilinu 2013 og urðu því að fara í Q-school til að endurnýja kortin sín. Þeir eru því ekki „nýjir“ á túrnum nema að því leyti að þeir tilheyra þessum lukkulega 27 stráka hópi sem spila 2014 á túrnum. Báðir komu þeir beint af túrnum á lokaúrtökumótið og höfðu því ekki eins mikið fyrir kortum sínum og margir hinna strákanna, en alls voru t.a.m. 6 að þessu sinni af 27 sem komust í gegnum öll úrtökumótin 3. Það voru: þ.e. Adrien Saddier, Connor Arendell, Jack Doherty, John Hahn, Kevin Phelan og Thomas Pieters.
Þeir tveir sem urðu í efstu sætunum höfðu þó nokkra yfirburði yfir þá sem þátt tóku í lokaúrtökumótinu. Sá sem varð í 2. sæti Fabrizio Zanotti frá Paraguay átti þannig 6 högg á þann sem varð í 3. sæti og var kynntur í gær, Ítalann Marco Crespi. Zanotti lék 21 undir pari – 407 höggum (66 70 67 68 68 68) og sá sem varð efstur og verður kynntur í annarri grein, Carlos Del Moral átti 5 högg á Zanotti!!!
Fabrizio Zanotti er fæddur í Asuncion, Paragvæ, 21. maí 1983 og átti því 30 ára stórafmæli á árinu! Hann veit það eflaust ekki en hann á sama afmælisdag og stórkylfingurinn Sveinn Snorrason í GK!
Zanotti byrjaði að spila golf 2 ára þegar hann hljóp á eftir pabba sínum á golfvellinum með prik og sló í hvítinn lítinn bolta! Zanotti átti glæstan áhugamannaferil í heimalandinu en þar var hann besti áhugamaðurinn í 6 ár, áður en hann gerðist atvinnumaður 2013.
Hann komst fyrst á Evrópumótaröðina í gegnum Áskorendamótaröðina þegar hann sigraði 2. mót ársins 2007: Abierto Mexicano Corona, og hlaut€37,248 í verðlaunafé – Hann varð jafnframt 4 sinnum meðal efstu 10 það ár á Áskorendamótaröðinni það ár og í 11. sæti peningalistans. Honum gekk ekki vel keppnistímabilið 2008 og varð að faraí Q-school og vann sér þar inn kortið sitt fyrir keppnistímabilið 2009 og hefir haldið því síðan, en missti kortið sitt á keppnistímabilinu 2013 eftir að hafa orðið í 140. sæti í Race to Dubai. Hann náði þó kortinu aftur glæsilega með 2. sætinu í Q-school. Hann hefir aldrei sigrað á Evrópumótaröðinni en hefir verið nálægt því nokkrum sinnum a.m.k. í 3 tilvikum: 2009 á the Open de España; árið 2010 á KLM Open og 2012 á Irish Open, en í öllum tilvikum varð hann í 2. sæti.
Zanotti er kvæntur konu sinni Luciu, en þau skötuhjú giftu sig nú í ár. Áhugamál Zanotti fyrir utan golfið eru íþróttir almennt.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
