Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2011 | 07:30

Nýi FootJoy XPS-1 golfskórinn

Hér að neðan er fréttatilkynning um nýjustu viðbótina meðal FootJoy golfskófatnaðar. Kynntur er til sögunnar nýi FootJoy XPS-1 golfskórinn, sem kemur á markað 2012.  Í lok tilkynningarinnar er myndskeið sem sýnir hvernig „reima” eigi Boa útgáfu golfskósins.

„FootJoy XPS-1 (Xtreme Platform Stability) golfskórinn hefir verið hannaður til þess að auka stöðugleika kylfingsins þegar hann tekur sér stöðu og til að bæta jafnvægi hans.

XtremeOutsole hönnun FootJoy sameinar TPU hliðar „outrigger” sem er létt fíberglas stuðnings strúktúr og HeeLocZone binditækni Footjoy. TPU hliðar „outriggerarnir” ná yfir efri sólann til þess að skapa hámarks snertingu við jörð. Stuðningsstrúktúrinn sér fyrir hliðar og mið- vefju sem styður miðfót kylfingsins og HeeLocZone er hannað til þess að minnka hættuna á að runnið sé til á hælsvæði XPS-1.

Í FJ XPS-1 er til staðar sérsmíðaður nýr 3D Viscoelastic Gel kragi, meðan að LaserPlus Last er formaður sérstaklega til þess að laga sig að lögun fótar kylfingsins. XPS-1 skórinn er ennfremur bættur með Multi-Density Fit-Bed og EVA innleggi hannað til að bæta stuðpúðavirkni golfskósins.

„XPS-1 er spennandi ný viðbót við FootJoy fjölskylduna og er hluti af heildar 2012 (skó)línunni sem er okkar sterkasta til dagsins í dag. Þar sem FootJoy er leiðandi í há-árangurs skóbúnaði, geta kylfingar vænst sérstaks standards af FJ golfskónum. Með XPS-1 höfum við tekið tækniyfirburðina á fordæmislaust stig. Næstum sérhver kylfingur sem tók þátt í strangri könnuni á XPS-1 sagði að þeim finndist þeir finna fyrir aukinni tilfinningu stöðuleika, heildarstjórn á jafnvægi og gátu slegið með auknu sjálfstrausti,” sagði Russell Lawes, markaðsstjóri FootJoy í Evrópu.”

Til að sjá hvernig „reima” eigi Boa útgáfu af XPS-1 FootJoy golfskónum smellið HÉR: