Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2015 | 12:00

Ný stjarna á bandaríska kvennagolfhimninum?

Nú er yngri systir LPGA kylfingsins Jessicu Korda byrjuð í keppnisgolfinu, Nelly Korda.

Nelly er aðeins 16 ára.

Hún vann núna um daginn Harder Hall Women’s Invitational í Sebring, Flórída, nokkuð sem eldri systur hennar tókst aldrei!

Nelly Korda átti lokahring upp á  69 högg og átti 3 högg á þá sem næst kom, Allison Emrey.

Við þetta komst Nelly í 10. sæti yfir bestu ungkylfinga Bandaríkjanna völdum af Golfweek (þ.e. á ensku Golfweek/Sagarin junior rankings.)