
Numa Gulyanamitta sigraði í Q-school LPGA
Nú fyrr í vikunni lauk 5 hringja lokaúrtökumóti LPGA.
Það var Numa Gulyanamitta, sem var í sjöunda himni eftir 5. og lokahring sinn í Q-school LPGA. Hún varð í 1. sæti og hlaut að launum kortið sitt og þar með keppnisrétt á LPGA næsta ár og smá vasapening $5,000.
Þegar þessi fyrrum nemandi Purdue háskóla var spurð að því hvort hún hefði vitað að hún myndi taka vinningstékkann heim, hristi hún höfuðið. Hún var bara svo ánægð að hafa komist á LPGA og það með fjölskylduna sem áhorfendur.
„Þessi vika var skemmtileg og kaddýinn minn var góður – hún á allan heiður skilið,“ sagði Gulyanamitta um systur sína og fyrrum leikmann á LPGA, Russy. Gulyanamitta systurnar voru erfitt lið viðfangs í þessari viku á LPGA International, en Numa lauk keppni með tveimur hringum up á 68 högg, samtals -10 undir pari og samtals 350 höggum.
Gulyanamitta tók forystuna úr hendi Christine Song, 20 ára, frá Fullerton, í Kaliforníu. sem nú nýverið flutti til Longwood, Flórída og æfir mikið á LPGA International. Song hafði verið í forystu eftir alla kláraða hringi fram að því.
Song fékk að vísu kortið sitt en tap á sigursætinu á 11. stundu varð til þess að tárin rúlluðu niður kinnar hennar á 18. flöt.
„Mig langaði svo til að vinna, en það er í lagi nú,“ sagði Song. „Markmiðið var að fá kortið.“
Fyrir Numu var þetta fyrsti sigurinn frá því hún sigraði á Cactus Tour (mótaröðinni sem Tinna Jóhannsdóttir, GK spilaði á fyrst allra móta sem atvinnumaður). Hún hefir þvælst á milli móta á þeirri mótaröð, sem fer fram í Arizona og heimalandsins Thaílands og risamótsins US Women´s Open (þar sem hún varð T-15) og núna Q-school LPGA.
„Tilfinningin er góð, ég hef loks eigin mótaröð og mót að spila á,“ sagði Gulyanamitta loks.
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023