Vonandi að allt blessist milli þeirra … og Tiger sjáist veifa bandaríska fánanum í Sochi Nú er það opinbert! Woods og Vonn eru par!!!
Nú er það opinbert!: Tiger Woods og Lindsey Vonn eru par. Einn besti kylfingur allra tíma og Ólympíu skíðadrottningin gáfu út tilkynningar bæði á Facebook og Twitter ásamt myndum af sér.
„Þetta keppnistímabil hefir verið frábært að svo komnu með sigrum bæði á Torrey og Doral,“ sagði Woods m.a. á Facebook síðu sinni. „En nokkuð dásamlegt hefir líka gerst utan vallar en það var að hitta Lindsey Vonn. Lindsey og ég höfum verið vinir um tíma, en á nokkrum síðustu mánuðum höfum við orðið mjög náin og erum nú í föstu sambandi. Við þökkum ykkur fyrir stuðninginn og fyrir að virða einkalíf okkar. Við viljum halda áfram með samband okkar, í friði og sem venjulegt par og halda áfram að keppa sem íþróttamenn.“
Woods og Vonn eiga ýmislegt sameiginlegt. Bæði eru best í sinni íþróttagrein. Bæði hafa átt í þrálátum hnjámeiðslum og bæði hafa gengið í gegnum skilnað. Bæði auglýsa fyrir Rolex.
Hvað styrktaraðila varðar eiga þau annars fátt sameiginlegt. Tiger er á samningi hjá NIKE eins og allir vita og Vonn er hjá samkeppnisaðilanum Under Armour. Þó Under Armour sé smáfyrirtæki miðað við NIKE (með 1.83 billjónir í veltu á móti $ 25.12 billjóna veltu NIKE) þá er fyrirtækið á uppleið …. og þeir hafa líka fyrir skemmstu höfðað mál gegn NIKE.
Hvað varðar verðlaunafé standa þau heldur ekki jafnfætis, en á það er að líta að Tiger er 37 og Lindsey aðeins 28 ára. Tiger hefir unnið sér inn $59,4 milljónir en Lindsey „aðeins“ $ 3 milljónir.
En hvað um það; Lindsey virðist hafa haft góð áhrif á Tiger, sem auðvitað endurspeglast í árangri hans úti á golfvelli!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
