Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2017 | 20:00

Notah Begay segir vel geta verið að Tiger komi aftur til keppni í næsta mánuði

Annað árið í röð er Tiger ekki með á Masters, en han dró sig úr mótinu föstudaginn fyrir keppni.

En annað en á síðasta ári, þá getum við búist við að sjá Tiger keppa seinna á árinu.

A.m.k. ef  eitthvað er að marka orð vinar Tiger frá því á háskólaárunum,  Notah Begay III, sem hann viðhafði í The Rich Eisen Show.

Begay III starfar m.a. sem golfgreinandi fyrir NBC/Golf Channel og í þættinum var m.a. til umræðu hvenær hann héldi að Tiger myndi snúa aftur til keppni.

Meðal þess sem Begay III sagði var eftirfarandi:
[Masters]myndi líklega ekki hafa verið rétti staðurinn fyrir Tiger að hefja keppni eftir slæmt gengi fyrr á árinu og ég held að við ættum líklega að líta til einhverra móta rétt eftir Players Championship.“

Eisen spurði Begay síðan hvort hann teldi að Tiger myndi taka þátt í Opna bandaríska á Erin Hills.

Ó, það er svo sannarlega möguleiki á því,“ sagði Begay. „Það er örugglega mót sem hann er búinn að merkja við á dagskrá sinni, en hann verður a.m.k. að spila í 1 eða 2 mótum áður til þess að sjá hvar hann er líkamlega, hvar leikur hans er, þ.e. hvort hann geti slegið höggin sem hann vill slá.

Tiger tók síðast þátt í Dubai Desert Classic í febrúar og dró sig úr móti eftir 1. hring upp á 77 högg en þá var hann aftur kominn með verki í bakið.  Eftir það hefir hann aðallega komið fram opinberlega til að kynna nýútkomna bók sína um ótrúlegan sigur hans á Masters 1997.

The Players Championship fer fram 11.-14. maí og The AT&T Byron Nelson, Dean & DeLuca (Colonial) og the Memorial eru næstu 3 mót á eftir.

Tiger spilaði síðast á Byron Nelson árið  2005  og komst ekki í gegnum niðurskurð þar og hafði þá komist 142 sinnum í gegnum niðurskurð þar áður. Hins vegar hefir hann sigrað á The Memorial 5 sinnum, síðast 2012.