Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
„Hvíta hákarlinum“, Greg Norman hefir verið neitað um undanþágu til að spila á Opna breska risamótinu í júlí n.k.
Undanþágur eru veittar þeim, sem sigrað hafa undanfarin 10 ár og eru yngri en 60 ára.
Norman er 67 ára.
Norman var í fréttum fyrr í vor og þar sagði hann m.a.„Ég held að ég geti enn komist inn“ og átti þá við að hann ætti enn möguleika á að öðlast þátttökurétt í 150. Opna breska risamótinu.
R&A lét frá sér fara fréttatilkynningu í kjölfarið og þó ekki væri minnst á Norman voru ofangreindar reglur ítrekaðar og auk þess bætt við að ekki stæði til að veita auka undanþágur.
Norman ritaði R&A og lýsti yfir vonbrigðum að honum skyldi ekki veitt undanþága, með hliðsjón af því að hann hefði verið viðloðandi R&A frá árinu 1977 og væri tvöfaldur sigurvegari á Opna breska, 1986 og 1993.
Norman mun engu að síður hafa nóg að gera í sumar þegar LIV Golf Invitational Series ofurgolfdeildinni arabísku, sem hann er í forsvari fyrir, verður hrinnt úr vör, en menn gera því í skóna að það sé einmitt þess vegna sem R&A standi fast á reglunum, sem leiða til þess að Norman fær ekki að spila.
Norman spilaði síðast í Opna breska árið 2009.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
