Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2017 | 05:00

Nordic Golf League: „Vanvidsputt“ Axels

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK,  tryggði sér sigur á 12 Twelve meistaramótinu á Nordic Tour League mótaröðinni með ótrúlegu 15 metra pútti í gær, 22. september 2017.

Danirnir kölluðu púttið „Vanvidsputt“, sem útleggst eitthvað sem „fáránlega gott pútt.“

Það er hægt að sjá lokapútt Axels með því að SMELLA HÉR:

Á ca 3 mínútu í myndbandinu tekur Íslandsmeistarinn sig til og smellir um 15 metra pútti ofaní fyrir sigrinum.

Hér að neðan má síðan lesa nánar um þennan glæsta árangur Axels, sem búinn er að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu á næsta ári, 2018!!! Glæsilegt!!!!

http://eccotour.org/blog/vanvidsputt-gav-islandsk-sejr-i-the-12-championship-by-thisted-forsikring/