Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2018 | 22:00

Nordic Golf League: Staðan á Lumine e. 1. dag

Það eru 4 íslenskir kylfingar sem eru við keppni á móti á Lumine golfstaðnum á Spáni; en þetta eru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR.

Mótið, sem ber heitið Lakes Open er hluti af SGT Winter Series 2018 á Nordic Golf League mótaröðinni.

Mótið stendur 24.-26. febrúar 2018. Lumine golfstaðurinn er nálægt borgunum Cambril og Tarragona, um 105 km frá Barcelona á Costa Dorada.

Leikið er á 2 völlum Lumine: Hills vellinum (sem er par-72) og Lakes vellinum (sem er par-71).

Eftir 1. dag er staðan, þannig að Guðmundur Ágúst hefir staðið sig best íslensku keppendanna, en staðan annars eftirfarandi:

T-16 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR,   2 undir pari, 69 högg (lék Lakes völlinn).

T-36 Haraldur Franklín Magnús, GR, á sléttu pari, 71 höggi (lék Lakes völlinn).

T-36 Andri Þór Björnsson, GR, á sléttu pari, 72 höggum (lék Hills völlinn).

T-80 Axel Bóasson, GK, á 3 yfir pari, 74 höggum (lék Lakes völlinn).

Skorið er niður eftir keppni á morgun sunnudaginn 25. febrúar 2018 og komast aðeins 45 af 156 keppendum áfram og fá að spila lokahringinn.

Sjá má stöðuna á Lakes Open SGT Winter Series 2018 með því að SMELLA HÉR: