Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2015 | 09:00

Nordic Golf League: Ólafur og Axel báðir á 71 e. 1. dag lokaúrtökumótsins í Danmörku

Ólafur Björn Loftsson úr GKG og Axel Bóasson úr Keili léku báðir á 71 höggi eða 1 undir pari,  á fyrsta keppnisdeginum á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf League atvinnumótaröðina í golfi.

Leikið er á Skjoldenæsholm golfvallasvæðinu í Danmörku.

Íslensku kylfingarnir eru í 16.-28. sæti en tveir kylfingar deila efsta sætinu á fjórum höggum undir pari vallar.

Alls komast 70 efstu í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdeginum í dag og úrslitin ráðast á morgun, laugardag.

Fylgjast má með gengi Ólafs Björns og Axels á skortöflu með því að SMELLA HÉR