Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2018 | 18:00

Nordic Golf League: Haraldur lauk keppni í 32. sæti á Willis Towers Watson Masters!

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR var sá eini af 3 íslenskum keppendum, sem komst í gegnum niðurskurð á Willis Towers Watson Masters mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League.

Hinir íslenku keppendurnir voru atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Mótið fór fram í Langesø Golf, í Morud, 15 km norðvestur af Óðisvéum í Danmörku.

Leikfyrirkomulag mótsins var Modified Stableford þannig að albatross gaf 8 stig, örn 5 stig, fugl gaf 2 stig, par gaf ekkert stig, skolli var -1 og skrambi -3.

Haraldur lauk keppni í 32. sæti.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: