Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 23:00

Nordic Golf League: Haraldur T-4 og Axel T-6 e. 1. dag í Svíþjóð

Haraldur Franklín Magnús, GR og Axel Bóasson, GK hófu keppni í dag á lokamóti Nordic Golf League, SGT Tourfinal.

Mótið fer fram í Kristianstads Golfklubb i Åhus, í Svíþjóð, dagana 12.-14. október 2017.

Aðeins efstu 30 kylfingar á stigalista Nordic Golf League fengu keppnisrétt í mótinu.

Eftir 1. dag er Haraldur Franklín T-4, en hann lék 1. hring á 2 yfir pari, 72 höggum. Á hringnum fékk Haraldur Franklín 4 fugla, 2 skolla og því miður líka 2 tvöfalda skolla.

Axel er T-6, lék 1. hring á 3 yfir pari, 73 höggum. Á hringnum fékk Axel 2 fugla og 5 skolla.

Sjá má stöðuna á SGT Tourfinal með því að SMELLA HÉR: