Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2017 | 21:00

Nordic Golf League: Haraldur Franklin T-2 og á glæsilegum 64 2. keppnisdag!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR,  tekur líkt og 4 aðrir íslenskir kylfingar þátt í móti á Nordic Golf League mótaröðinni: Fjällbacka Open, sem fram fer í Fjällbacka golfklúbbnum, í Fjällbacka í Bohus-dalnum í Svíþjóð.

Haraldur Franklín er samtals búinn að spila á 8 undir pari, 134 höggum (70 64) og er í 2. sæti eftir 2. dag mótsins.

Í dag, 2. keppnisdag, skilaði Haraldur Franklín glæsilegu skollalausu korti þar sem hann fékk 7 fugla og 11 pör og var á frábæru skori, 64 höggum!!!

Hinir íslensku keppendurnir eru í eftirfarandi sætum og á eftirfarandi skori:

T-14 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, samtals á 3 undir pari, 139 höggum (69 70).
T-31 Axel Bóasson, GK, samtals á 1 undir pari, 142 höggum (71 71).

Andri Þór Björnsson, GR og Ólafur Björn Loftsson, GKG komust ekki í gegnum niðurskurð en Andri Þór var samtals á 2 yfir pari og Ólafur Björn á 6 yfir pari.  Niðurskurður var miðaður við 1 yfir pari eða betra.

Sjá má stöðuna á Fjällbacka Open með því að SMELLA HÉR: