Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2017 | 22:00

Nordic Golf League: Haraldur Franklín nr. 1 e. 2. dag Tinderbox mótsins! Stórglæsilegt!!!!

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í Tinderbox Charity golfmótinu á Nordic Golf mótaröðinni og hafa lokið við að spila á 1. keppnisdegi í dag.

Þetta eru þeir Haraldur Franklín Magnús, GR; Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ólafur Björn Loftsson, GKG.

Best af íslensku keppendunum hefir Haraldur Franklín staðið sig en hann hefir spilað á samtals 10 undir pari, 132 höggum (65 67) og er í forystu, efsta sætinu eftir 2. dag!!! Frábær spilamennska hjá flottum Haraldi Franklín!!! Stórglæsilegur!!!

Ólafur Björn er T-40 færðist upp um 27 sæti frá því á 1. degi þar sem hann var T-67 – en hann er samtals búinn að spila á 1 yfir pari, 143 höggum (74 69).

Axel og Guðmundur Kristján komust ekki gegnum niðurskurð.

Sjá má stöðuna á Tinderbox Charity eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR: