Nordic Golf League: Haraldur Franklín lauk keppni T-2 og Andri Þór T-23 á Star for Life
Haraldur Franklín Magnús úr GR náði frábærum árangri á Star for Life PGA Championship atvinnumótinu sem lauk í dag á PGA Sweden National vellinum. Mótið er hluti af Nordic League atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu.
Haraldur Franklín lék hringina þrjá á -12 samtals (69-67-68) en tveir sænskir kylfingar léku á sama skori og Íslandsmeistarinn frá árinu 2012.
Í bráðabananum fékk Haraldur Franklín par á 18. holuna sem er par 4 hola, en Niklas Lemke tryggði sér sigurinn með því að fá fugl þegar mest á reyndi. Þetta er jöfnun á besta árangri sem Haraldur Franklín hefur náð á þessari mótaröð en hann varð í öðru sæti fyrir viku síðan á sömu mótaröð.
Andri Þór Björnsson, GR, lék á -2 samtals á þessu móti. Andri endaði í 23. sæti á 214 höggum (71-70-73).

Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Shetland Nielsen
Texti og myndir: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
