Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2017 | 20:00

Nordic Golf League: Haraldur Franklín á glæsilegum 65 og T-2 e. 1. dag Tinderbox mótsins

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í Tinderbox Charity golfmótinu á Nordic Golf mótaröðinni og hafa lokið við að spila á 1. keppnisdegi í dag.

Þetta eru þeir Haraldur Franklín Magnús, GR; Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ólafur Björn Loftsson, GKG.

Best af íslensku keppendunum hefir Haraldur Franklín staðið sig en hann lék í dag á glæsilegum 6 undir pari,  65 höggum – á hring þar sem hann fékk  7 fugla, 10 pör og 1 skolla.

Axel er T-54 á 2 yfir pari; Ólafur T-67 á 3 yfir pari og Guðmundur Kristján T-80 á 4 yfir pari.

Sjá má stöðuna á Tinderbox Charity með því að SMELLA HÉR: