Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2018 | 14:00

Nordic Golf League: Haraldur á 73 á 2.degi Bravo Tours Open

Atvinnukylfingarnir og GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús hófu keppni í gær á Bravo Tours Open mótinu, en mótið er hluti Nordic Golf League.

Leiknir eru 3 hringir og skorið niður í dag, þ.e. eftir 2. keppnisdag.

Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru komnir í gegnum niðurskurð en Andri Þór Björnsson náði því miður ekki í gegn að þessu sinni.

Haraldur Franklín átti góðan hring í dag á 1 yfir pari, 73 höggum.  Samtals er hann búin að spila á +6, 150 höggum (77 73).

Guðmundur Ágúst á eftir að klára 3 holur þegar þetta er ritað en er sem stendur á samtals á +7 og allt lítur út fyrir að hann sé líka kominn í gegnum niðurskurð, en niðurskurðarlínan er sem stendur við +8 og betra.

Fylgjast má með gengi íslensku strákana með því að SMELLA HÉR: