Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2018 | 21:00

Nordic Golf League: Haraldur náði niðurskurði á Willis Towers Watson Masters!

GR-ingarnir og atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús taka þátt í Willis Towers Watson Masters mótinu.

Mótið fer fram í Langesø Golf, í Morud, 15 km norðvestur af Óðisvéum í Danmörku.

Leikfyrirkomulag mótsins er Modified Stableford þannig að albatross gefur 8 stig, örn 5 stig, fugl gefur 2 stig, par gefur ekkert stig, skolli er -1 og skrambi -3.

Haraldur er með 7 stig eftir tvo keppnisdaga og komst hann  einn íslensku kylfinganna gegnum niðurskurð, sem miðaður var við 30 efstu kylfinga mótsins.

Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Lokahringur mótsins fer fram á morgun.