Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2018 | 18:34

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst T-6 e. 2. dag í Danmörku

Guðmundur Ágúst Kristjánsson atvinnukylfingur í GR tekur þátt í Holtsmark Open.

Mótið fer fram í Holtsmark golfklúbbnum í Danmörku.

Guðmundur Ágúst hefir samtals spilað á 4 undir pari, 140 höggum (70 70).

Í efsta sæti fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun er Svíinn Jakob Glennemo en hann hefir leikið á 11 undir pari 133 höggum (64 69).

Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: