Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2018 | 18:00

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst og Haraldur hafa lokið keppni í Danmörku

Atvinnukylfingarnir og GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús hófu keppni í gær á Bravo Tours Open mótinu, en mótið er hluti Nordic Golf League.

Mótið stóð dagana 25.-27. apríl og lauk því í dag.

Það fór fram á Enjoy Resorts – Rømø Golf Links, í Danmörku.

Guðmundur Ágúst lauk keppni T-43, en hann lék á samtals á 11 yfir pari, 227 höggum (75 76 76).

Haraldur Franklín lauk keppni T-50, en hann lék samtals á 12 yfir pari, 228 höggum (77 73 78).

Andri Þór  komst ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Bravo Tours Open SMELLIÐ HÉR: