Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2018 | 12:00

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-41 á Spáni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR, var sá eini af 3 íslenskum kylfingum sem komst í gegnum niðurskurð á Mediter Real Estate Masters mótinu, sem fram fór 13.-15. febrúar á 2 völlum PGA Catalunya í Barcelona, Spáni.

Mótið er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.

Hinir íslensku þátttakendurnir voru Andri Þór Björnsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR.

Guðmundur Ágúst lék samtals á parinu 212 höggum (72 70 70) og varð T-41 þ.e. deildi 41. sætinu með 3 öðrum kylfingum.

Sigurvegari mótsins varð Daninn Joachim Brandt Hanson, en hann lék á 15 undir pari, 197 höggum (70 64 63).

Sjá má lokastöðuna á Mediter Real Estate Masters mótinu með því að SMELLA HÉR: