Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2018 | 20:00

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst eini ísl. keppandinn sem fór g. niðurskurð í Eistlandi!!!

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt á Nordic Tour mótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson voru á þessu móti ásamt Ólafi Birni Loftssyni úr GKG.

Guðmundur Ágúst var sá eini sem komst í gegnum niðurskurðinn. Hann lék fyrstu tvo hringina á -3 (71-69). Guðmundur er í 15. sæti fyrir lokahringinn, en Martin Eriksson frá Svíþjóð er efstur á -10 samtals.

Mótið fer fram í Eistlandi og er leikið á Pärnu Bay Golf Links vellinum.

Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: