Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2018 | 08:00

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst bestur ísl. keppandanna í Noregi e. 1. dag

Þrír íslenskir kylfingar GR-ingarnir, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús,  og Ólafur Björn Loftsson, GKG taka þátt í  Gamle Fredrikstad Open mótinu, í Noregi.

Mótið fer fram í Gamle Fredrikstad Golfklubb, dagana 19.-21. júní og er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.

Eftir 1. dag er Guðmundur Ágúst búinn að standa sig best íslensku keppendanna en hann lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum.

Haraldur Franklín og Ólafur Björn léku báðir á 8 yfir pari, 80 höggum og eru í stórhættu að komast ekki gegnum niðurskurð.

Fylgjast má með íslensku keppendunum 3 með því að SMELLA HÉR, en 2. hringurinn er hafinn.