Nordic Golf League: Góður árangur hjá Birgi Leif (T-5) og Ólafi Birni (T-11) í Danmörku
Birgir Leifur Hafþórsson endaði í 5.–9. sæti á Bravo Tours Open sem fram fór fram á Rømø vellinum rétt við bæinn Tønder syðst á Jótlandi. Ólafur Björn Loftsson, sem er úr GKG líkt og Birgir, endaði í 11.–13. sæti.
Birgir lék lokahringinn á pari vallar og lék hringina þrjá á +2 samtals (79-67-72). Ólafur Björn lék á +4 samtals (73-76-71) en hann lék á einu höggi undir pari í dag á lokahringnum.
Mótið er hluti af Nordic Golf League, eða ECCO atvinnumótaröðinni.
Daniel Lökke frá Danmörku stóð uppi sem sigurvegari á -7 samtals en aðeins tveir kylfingar léku undir pari samtals á þessu móti.
Þetta er þriðja mótið sem Ólafur Björn tekur þátt í á þessu tímabili en hann endaði í 41. og 27. sæti á fyrstu tveimur mótunum sem fram fóru á Spáni. Ólafur er með fullan keppnisrétt á þessari mótaröð. Þetta er því besti árangur hans á mótaröðinni á þessu tímabili.
Birgir Leifur, sem er Íslandsmeistari í höggleik 2014, er að leika á sínu fyrsta móti á þessu tímabili en hann er með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu. Birgir mun leika á nokkrum mótum á ECCO mótaröðinni á þessu tímabili en hann leggur alla áherslu á Áskorendamótaröðina
Nordic Golf League / ECCO mótaröðin er í hópi atvinnudeilda sem eru í þriðju deild atvinnumótaraða í Evrópu. Það er að miklu að keppa þar sem að fimm stigahæstu kylfingarnir í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili. Mótaröðin er samvinnuverkefni atvinnumótaraða í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð.
Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Heimild: golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
