Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2015 | 11:10

Nordic Golf League: Birgir Leifur og Ólafur Björn við keppni í Danmörku

Þeir Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, GKG, eru við keppni á móti Nordic Golf League mótaraðarinnar, þ.e. Bravo Tours Open by Visit Tønder mótinu.

Þátttakendur eru 156 og mótið stendur 29. apríl til 1. maí 2015.

Ólafur fór Björn út snemma og þegar þetta er ritað hefir hann lokið leik á 14 holum er 1 yfir pari og T-11.

Sú staða á þó líklega eftir að breytast því margir eiga eftir að ljúka leik og jafnvel fara út.

Birgir Leifur fer út kl. 13:10 að staðartíma (þ.e. akkúrat á birtingatíma þessarar fréttar kl. 11:10 að íslenskum tíma).

Til þess að fylgjast með stöðunni á Bravo Tours Open – by Visit Tønder mótinu SMELLIÐ HÉR: