Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2017 | 18:00

Nordic Golf League: Axel T-6 e. 2. dag í Svíþjóð

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í GolfUppsala Open, sem er mót á Nordic Golf League mótaröðinni: Axel Bóasson, GK; Andri Þór Björnsson, GR; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR.

Axel var sá eini af fjórmenningunum, sem komst í gegnum niðurskurðinn.

Hann er búinn að spila á 8 undir pari, 138 höggum (70 68) og deilir 6. sætinu þ.e. er T-6.

Í efsta sæti eftir 2. dag er Finninn Lauri Ruuska, á samtals 13 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á GolfUppsala Open SMELLIÐ HÉR: