Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2015 | 07:45

Nordic Golf League: Axel T-1 í Q-school e. 1. dag – Á glæsilegum 67!

Axel Bóasson GK, tekur nú þátt í 1. stigi Q-scool Nordic Golf League.

Leikið er á Skjoldenæsholm Golfcenter RTJ II Course í Danmörku.

Úrtökumótið stendur dagana 5.-6, október 2015 og komast 22 efstu áfram á 2. stig.

Eftir fyrsta dag deilir Axel efsta sætinu ásamt Matthias Lorentzen, en báðir léku fyrsta hring á 5 undir pari, 67 glæsihöggum!

Fylgjast má með gengi Axels í dag með því að SMELLA HÉR: