Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2017 | 15:28

Nordic Golf League: Axel sigraði á SM Match í Svíþjóð!!!

Axel Bóasson, GK sigraði á SM Match mótinu, sem fram fór í Ullna GC í Svíþjóð, dagana 29.júní – 1. júlí.

Þetta er fyrsti sigur Axels á Nordic Golf League.

Mótið var með holukeppnifyrirkomulagi og hafði Axel betur gegn Dananum Daníel Løkke 3&1 í úrslitaviðureigninni.

Með sigrinum gegn Daniel Løkke í úrslitum mótsins færðist Axel enn nær því að vera í hópi fimm stigahæstu kylfinga Nordic Tour mótaraðarinnar.

Fimm efstu fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili og reyndar einnig þeir sem tekst að sigra þrívegis á Nordic Golf League,  þannig að mikið í húfi fyrir Axel.

Til þess að sjá lokastöðuna og alla leiki upp að úrslitaviðureigninni á SM Match SMELLIÐ HÉR: