Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2017 | 23:30

Nordic Golf League: Axel og Andri Þór T-1 e. 1. dag á Lannalodge mótinu í Svíþjóð!!!

Þrír íslenskir kylfingar, þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK og Ólafur Björn Loftsson, GKG hófu keppni í dag á Lannalodge mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.

Mótið fer fram í Lannalodge Golfresort dagana 6.-8. júlí 2017.

Eftir 1. dag deila þeir Andri Þór og Axel efsta sætinu í mótinu; léku báðir á stórglæsilegum 5 undir pari, 65 höggum!!!!

Hringurinn spilaðist svipað hjá þeim Andri Þór og Axel;  báðir fengu 1 örn, 4 fugla, 12 pör og 1 óþarfa skolla.

Ólafur Björn er T-30 á 1 yfir pari, 71 höggi!

Frábær árangur hjá íslensku keppendunum!!!

Til þess að sjá stöðuna á Lannalodge mótinu SMELLIÐ HÉR: