Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2015 | 18:00

Nordic Golf League: Axel með fullan keppnisrétt á mótaröðinni!!!

Axel Bóasson, GK náði þeim glæsilega árangri að hljóta fullan keppnisrétt á Nordic Golf League (NGL) mótaröðinni.

Frábært hjá Axel því NGL eru ágætar æfingabúðir fyrir Áskorendamótaröðina eða Evrópumótaröðina.

Axel varð T-20 þ.e. deildi 20. sætinu á lokaúrtökumótinu, en þeir sem voru jafnir í 25. sæti á lokaúrtökumótinu hlutu fullan þátttökurétt.

Axle lék samtals á 3 undir pari, 213 höggum (71 74 68). Glæsilegt hjá Axel!!!

Sigurvegari lokaúrtökumótsins varð Martin Amtkjær á samtals 12 undir pari (68 67 69).

Sjá má lokastöðuna á lokaúrtökumóti fyrir NGL með því að SMELLA HÉR: