Axel Bóasson, GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2017 | 20:00

Nordic Golf League: Axel lauk keppni T-4; Haraldur T-8 og Andri Þór T-28 í Danmörku

Það voru 4 íslenskir kylfingar sem tóku þátt í Bravo Tours Open – by Visit Tønder mótinu, sem fram fer dagana 3.-5. maí 2017 á Rømø golf linksaranum, einum fallegasta golfvelli Jótlands í Havneby, en mótinu lauk í dag.

Þetta voru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR.

Best af Íslendingunum stóð sig Axel en hann varð T-4 á samtals skori upp á 2 yfir pari, 218 högg (73 72 73).

Haraldur Franklín var meðal topp-10 en hann varð T-8 í mótinu og skor hans 4 yfir pari, 220 högg (73 76 71).

Andri Þór varð T-28 á skori upp á 10 yfir pari, 226 högg (76 74 76).

Guðmundur Ágúst komst ekki í gegnum niðurskurð, en hann var á óvenjulegu háu skori af hans hálfu eftir 2 hringi, 16 yfir pari.

Sjá má lokastöðuna á Bravo Tours Open – by Visit Tønder mótinu með því að SMELLA HÉR: