Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2017 | 12:00

Nordic Golf League: Axel lauk keppni í 2. sæti á Lannalodge Open í Svíþjóð

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK, lauk keppni á Lannalodge Open, sem var hluti Nordic Golf League mótaraðarinnar, í 2.  sæti. Mótið fór fram dagana 6.-8. júlí s.l. og lauk því í dag.

Þetta er stórglæsilegur árangur hjá Axel!!!

Axel lék á samtals 7 undir pari, 203 höggum (65 67 71).

Sigurvegari mótsins var Anti-Juhani Ahokas, á samtals 9 undir pari, 2 höggum betri en Axel.

Tveir aðrir íslenskir kylfingar tóku þátt í mótinu.

Andri Þór Björnsson, GR, lauk keppni á samtals 4 yfir pari, 214 höggum (65 75 74) og varð T-47.

Ólafur Björn Loftsson, GKG, lauk keppni á samtals 5 yfir pari, 215 höggum (71 70 74) og varð T-50.

Til þess að sjá lokastöðuna á Lannalodge Open SMELLIÐ HÉR: