Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2017 | 17:50

Nordic Golf League: Axel Bóasson sigurvegari Twelve Championship!!!!!

Þrír íslenskir kylfingar: Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR, tóku þátt í The 12 Twelve Championship – by Thisted Forsikring, en mótið var mót á Nordic Golf League mótaröðinni.

Mótið stóð dagana 21.-22. september 2017 og lauk nú rétt í þessu …..

með sigri Axels Bóassonar. Stórglæsilegur!!!

Mótið var óhefðbundið, kannski eins og nafn mótsins bendir til, en fyrsta daginn voru leiknar tvisvar sinnum 12 holur; eða sem sagt tveir 12 holu hringir og strax 1. daginn var skorið niður og aðeins 30 efstu héldu áfram.

Allir íslensku keppendurnir komust í gegnum niðurskurð.

Axel Bóasson lék á 3 undir pari, 91 höggi (45 46) og var T-20 eftir 1. dag. Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst voru meðal 12 efstu og komust einnig í gegnum þennan hring Haraldur var á 49 höggum og Guðmundur Ágúst á 52.

Síðan var enn spilaður 4. hringur (enn annar 12 holu hringur) og þá féllu þeir Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst úr leik; en Axel komst áfram á 43 glæsihöggum!!! Skorið var niður í 4 kylfinga og þá sem jafnir voru í 4. sæti eftir 4. hring.

Þeir 4 sem efstir voru; þ.e. Axel, sænski kylfingurinn Jesper Billing og dönsku kylfingarnir Aksel Kristoffer Olsen og Nicolai Tinning spiluðu síðan 6 holur og eftir þær var Axel efstur á 20 höggum!!!

Samtals lék Axel á 15 undir pari, 196 höggum (45 46 42 43 20) og stóð sem segir uppi sem sigurvegari. Stórglæsilegt!!!

Sjá má lokastöðuna á The 12 Twelve Championship með því að SMELLA HÉR: