Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2017 | 16:20

Nordic Golf League: Axel á stórglæsilegum 64 – í 2. sæti og bestur íslensku keppendanna

Þrír íslenskir kylfingar, þeir Andri Þór Björnsson, GR Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR taka þátt í Jyske Bank PGA Championship mótinu, en mótið er hluti af Nordic Golf League.

Mótið fer fram dagana 31. maí – 2. júní 2016 og er spilað á golfvelli Silkeborg Ry golfklúbbsins.

Eftir 1. keppnisdag voru allir íslensku kylfingarnir voru allir á sama skorinu 1 yfir pari, 73 höggum og voru T-17.

Nú annan 2. keppnisdag hefir Axel staðið sig best af íslensku keppendunum; hann lék 2. hring á stórglæsilegum 64 höggum og er í 2. sæti mótsins.  Á 64 hring sínum fékk Axel 8 fugla og 10 pör, skilaði skollalausu æðislegu skorkorti!!! Samtals hefir Axel spilað á 7 undir pari, 137 höggum (74 64). Stórglæsilegur árangur þetta hjá Axel!!!

Haraldur er T-13 og hefir spilað á samtals 1 yfir pari, 145 höggum (73 72).

Andri Þór er T-27; á  3 yfir pari, samtals 147 höggum (73 74).

Allir 3 íslensku kylfingarnir flugu í gegnum niðurskurð sem miðaður var við 7 yfir pari eða betra, en 64 bestu af 140 keppendum sem hófu keppni fá að spila lokahringinn á morgun.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Jyske Bank mótsins SMELLIÐ HÉR: