Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2017 | 14:30

Nordic Golf League: Axel á glæsilegum 66 og komst g. niðurskurð á Race to Himmerland

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR léku 2. hring í dag á Race to Himmerland mótinu, sem er næstsíðasta mót Nordic Golf League mótaraðarinnar.

Mótið stendur 5.-7. október 2017 og spilað er í Himmerland Golf & Spa Resort á 2 völlum: Backtee Course (par-73) og Garia Course (par-68).

Axel lék á Garia Course í dag, sem er par-68 og var á 2 undir pari, 66 höggum. Samtals er Axel því búinn að spila á 5 undir pari,136 höggum (70 66) og er T-16 eftir 2. dag og floginn í gegnum niðurskurð.

Haraldur Franklín lék 2. hring einnig á Garcia Course og lék á 2 yfir pari, 70 höggum.  Samtals hefir Haraldur Franklín leikið á 11. yfir pari 152 höggum (82 70) og vermir síðasta sæti (74. sæti) mótsins, sem er mjög óvenjuleg sjón! Því miður komst Haraldur Franklín ekki í gegnum niðurskurð.

Sjá má stöðuna í Race to Himmerland mótinu með því að SMELLA HÉR: