Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Shetland Nielsen
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2017 | 18:00

Nordic Golf League: Andri Þór lék best 5 Íslendinga sem keppa á Made in Denmark á 1. degi

Fimm íslenskir kylfingar taka þátt i Made in Denmark Qualifier mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League.

Þessir kylfingar eru: Andri Þór Björnsson,, GR, Axel Bóasson, GK, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, Haraldur Franklín Magnús, GR og Ólafur Björn Loftsson, GKG

Eftir 1. keppnisdag er Andri Þór á besta skori Íslendinganna en hann lék á 2 undir pari, 70 höggum og er T-12 e. 1. dag.

Skor hinna íslensku keppandanna voru eftirfarandi:

Axel lék á 1 yfir pari, 73 höggum og er T-56.

Guðmundur Ágúst  lék á 3 yfir pari, 75 höggum og er T-82

Haraldur Franklín lék á 1 yfir pari, 73 höggum og er T-56.

Ólafur Björn lék á 1 yfir pari, 73 höggum og er T-56

Til þess að sjá stöðuna á Made in Denmark Qualifier SMELLIÐ HÉR: