Andri Þór Björnsson, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2018 | 17:00

Nordic Golf League: Andri Þór lauk keppni best ísl. keppendanna á Tinderbox

Þrír íslenskir kylfingar kepptu á Tinderbox Charity Challenge, en mótið var hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.

Þetta voru þeir Guðmundur Ágúst Kristjásson, Ólafur Björn Loftsson og Andri Þór Björnsson, sem allir komust í gegnum niðurskurð.

Mótið fór fram dagana 12.-14. september s.l. í Odense Eventyr Golfklúbbnum í Óðisvéum í Danmörku og lauk því í gær.

Sá sem stóð sig best íslensku keppendanna var Andri Þór, en hann lék á samtals 3 undir pari, 213 höggum (72 71 70) og varð T-16, þ.e. deildi 16. sæti með 4 öðrum af þeim 51 keppanda, sem komst í gegnum niðurskurð.

Guðmundur Ágúst lék á samtals sléttu pari, 216 höggum (75 68 73). Hann varð T-29 þ.e. deildi 29. sæti, ásamt 2 öðrum.

Loks varð Ólafur Björn T-43, en hann lék á 4 yfir pari, 220 höggum (73 73 74).

Til þess að sjá lokastöðuna í Tinderbox Charity Challenge SMELLIÐ HÉR: