Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2018 | 08:00

Nordic Golf League: Andri Þór, Guðmundur Ágúst og Haraldur v/keppni í Svíþjóð

GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús eru  við keppni á móti vikunnar á Nordic Golf League,  Camfil Nordic Championship.

Mótið stendur dagana 5.-7. júlí 2018 og fer fram í Åda Golf & Country Club í Trosa, Svíþjóð.

Guðmundur Ágúst lék best Íslendinganna í gær á 1. hring þ.e. var á 1 yfir pari, 73 höggum.

Haraldur Franklín og Andri Þór léku á 2 yfir pari, 74 höggum.

Til þess að fylgjast með gengi strákana okkar og sjá stöðuna á Camfil Nordic Championship SMELLIÐ HÉR: