Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2017 | 17:00

Nordic Golf League: Andri Þór, Axel og Haraldur allir T-17 e. 1. dag Jyske Bank

Þrír íslenskir kylfingar, þeir Andri Þór Björnsson, GR Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR hófu í dag leik Jyske Bank PGA Championship mótinu, en mótið er hluti af Nordic Golf League.

Mótið fer fram dagana 31. maí – 2. júní 2016 og er spilað á golfvelli Silkeborg Ry golfklúbbsins.

Íslensku kylfingarnir voru allir á sama skorinu fyrsta daginn; 1 yfir pari, 73 höggum og eru T-17 eftir 1. keppnisdag.

Andri Þór og Haraldur Franklín fengu 3 fugla og 4 skolla á hringjum sínum en meiri sviptingar voru á skorkorti Axels; hann var með 6 fugla, 5 skolla og 1 skramba.

Sjá má stöðuna á Jyske Bank mótinu með því að SMELLA HÉR: