Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2019 | 17:00

Nordic Golf League: Allir íslensku keppendanna úr leik í Rømø

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í móti vikunnar á Nordic Golf League mótaröðinni: Axel Bóasson, GK og GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús.

Mótið fer fram dagana 1.-3. maí 2019 í Rømø golfklúbbnum, í Rømø, Danmörku.

Skemmst er frá því að segja að enginn íslensku kylfinganna komst í gegnum niðurskurð.

Andri Þór Björnsson, GR.

Andri Þór Björnsson, GR var næst því að komast í gegn en hann lék fyrstu 2 hringina í mótinu á 11 yfir pari, 155 höggum (80 75).

Niðurskurður miðaðist við samtals 9 yfir pari eða betra.

Sjá má stöðuna á Bravo Tours Open með því að SMELLA HÉR: