Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2020 | 14:00

Nordic Golf League: Rúnar bestur 3 Íslendinga (T-4) e. 1. dag á Lumine

Þrír íslenskir kylfingar eru meðal keppenda á 1. móti Nordic Golf League mótaraðarinnar í ár en það eru: Bjarki Pétursson, GB; Ragnar Már Garðarsson, GKG og Rúnar Arnórsson, GK.

Mótið fer fram á Lumine golfsvæðinu á Spáni og er leikið á Hills og Lakes völlunum.

Þátttakendur eru 134.

Eftir 1. dag hafa íslensku kylfingarnir staðið sig með eftirfarandi hætti, en þeir léku allir Lakes völlinn í dag:

T-4 Rúnar Arnórsson, lék á 4 undir pari, 67 höggum

T-40 Bjarki Pétursson, lék á sléttu pari, 71 höggi

T-67 Ragnar Már Garðarsson, lék á 2 yfir pari, 73 höggum.

Sjá má stöðuna á Lumine mótinu að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: